Þyrlan lent með þá sem slösuðust í Öræfum

Þyrla Landhelgisgæslunnar við Landspítalann í Fossvogi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar við Landspítalann í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli um áttaleytið í kvöld með tvo menn sem slasast höfðu er bíll þeirra valt út af vegi við Sandfell í Öræfum nú síðdegis. Ekki liggur fyrir hve alvarleg meiðsl þeirra eru, en sjúkrabíll beið á vellinum og fór með mennina á Landspítalann.

Óskað var eftir aðstoð þyrlunnar til að sækja mennina, sem komist höfðu út úr bílnum af eigin rammleik.  

Frétt mbl.is: Bílvelta í Öræfum 

Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi segir að svo virðist sem annar mannanna hafi kastast út úr bílnum við veltuna. Hann hafi verið með áverka á höfði auk þess að vera, líkt og ferðafélaginn, skorinn og marinn víða um líkamann.

Liðsmenn Björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum komu fyrstir á vettvang en í framhaldi af því sjúkrabíll frá Kirkjubæjarklaustri og annar frá Höfn. Snjóþekja er á vegi og hált.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert