Vegrið í Kömbum sannaði sig

Bíllinn lenti þversum á vegi og framendi hans á víravirkinu.
Bíllinn lenti þversum á vegi og framendi hans á víravirkinu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Engan sakaði þegar fólksbíll lenti á vegriði ofarlega í Kömbum síðdegis á laugardag. Hálkuskæni var á vegi og má ætla að það hafi ráðið nokkru um tildrög óhappsins.

Bílnum, sem tvennt var í, var ekið niður brekkuna og lenti hann þversum á veginum og framendinn á víravirkinu, sem aðskilur akreinarnar. Það kom, að því er virðist, í veg fyrir að bíllinn rynni inn á öfugan vegahelming með ófyrirséðum afleiðingum.

Lögreglumenn fóru á vettvang til að kanna aðstæður og afla upplýsinga. Dráttarbíll var notaður til þess að koma ökutækinu í burtu af vettvangi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert