Gert er ráð fyrir 200 króna klósettgjaldi í Dyrhólaey

Náðhús. Sambærileg salerni við Hverfjall.
Náðhús. Sambærileg salerni við Hverfjall.

Ný salernisaðstaða við Dyrhólaey kostar tæpar 40 milljónir, en stefnt er að því að hún verði komin í gagnið í mars næstkomandi. Bæði þarf að leggja rafmagn og bora fyrir vatni á staðnum.

Heildarkostnaður við salernishúsið sjálft og uppsetningu þess og frágang er 28,5 milljónir kr. Gert er ráð fyrir að það muni kosta 200 kr. að nota klósettið og á það gjald að standa undir rekstri salernisins.

Umhverfisstofnun, sem fer með umsjón Dyrhólaeyjar, mun ráða starfskraft til að sinna þrifum og rekstri á salerninu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert