Ný nefnd taki ákvörðunina

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Lækkun á ferða- og starfsgreiðslum þingmanna í kjölfar umdeildrar hækkunar á þingfararkaupi sem ákveðin var af Kjararáði í lok október í fyrra var til umræðu á fundi forsætisnefndar Alþingis í gær.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sæti á í nefndinni, segir enga ákvörðun hafa verið tekna á fundinum. Eðlilegt sé að sú forsætisnefnd sem kjörin verði á næstunni ákveði framhaldið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta var framhald á umræðu um mál sem hefur verið til skoðunar í forsætisnefnd síðan fyrir jól,“ segir Birgir. „Fyrir jól barst nefndinni bréf, undirritað af formönnum allra flokka á þingi, þar sem beðið var um endurskoðun á þeim föstu greiðslum þingmanna sem eru ákveðnar af þinginu sjálfu.“

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert