Girða af svæði við höfnina

Sérsveit lögreglunnar og björgunarsveitarfólk er við Hafnarfjarðarhöfn.
Sérsveit lögreglunnar og björgunarsveitarfólk er við Hafnarfjarðarhöfn. mbl.is/Kristján

Búið er að setja upp gult tjald við hliðina á flotkvínni í Hafnarfjarðarhöfn. Svæðið þar er í kring er afgirt en samkvæmt blaðamanni á staðnum er þetta eina afgirta svæðið á höfninni og líklega er verið að undirbúa komu græn­lenska tog­ar­ans Pol­ar Nanoq en hann leggur að bryggju um 23 í kvöld.

Á vettvangi í höfninni er sérsveitin, björgunarsveitarfólk, fólk frá Landhelgisgæslunni, kafarar og einnig er myndavélabíll lögreglunnar er á staðnum. Blaðamaður fær ekki að fara inn á afgirta svæðið.

Búið er að girða svæði á höfninni af.
Búið er að girða svæði á höfninni af. mbl.is/Eggert

Skip­verj­ar á Pol­ar Nanoq eru mögu­lega tald­ir tengj­ast hvarfi Birnu Brjáns­dótt­ur með ein­hverj­um hætti. Skipið var við höfn er Birna hvarf en var siglt áleiðis að Græn­lands­strönd­um þar sem þar var statt í gær­kvöldi. Þá var hins veg­ar tek­in ákvörðun um að snúa skip­inu aft­ur til hafn­ar á Íslandi.

Kafari í sjónum við höfnina.
Kafari í sjónum við höfnina. mbl.is/Eggert

Áður hafði komið fram að kafarar hafa í dag verið við störf í Hafn­ar­fjarðar­höfn á þeim slóðum sem peysa fannst í gær­kvöldi. Verið er að skoða hvort að peys­an teng­ist mögu­lega hvarfi Birnu Brjáns­dótt­ur, en skór henn­ar fund­ust á svipuðum slóðum á mánu­dags­kvöld.

Frá aðgerðum við Hafnarfjarðarhöfn.
Frá aðgerðum við Hafnarfjarðarhöfn. mbl.is/Kristján
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert