Leita vegna vísbendingar við Kúagerði

Björgunarsveitarmenn eru komnir til leitar í nágrenni Kúagerðis. Hér fer …
Björgunarsveitarmenn eru komnir til leitar í nágrenni Kúagerðis. Hér fer einn þeirra af stað í átt að Keili. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölmargar vísbendingar hafa borist í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur. Ein þeirra hefur beint sjónum lögreglu að svæðinu við Kúagerði, inn með vegslóðum á Strandarheiði. Vísbendingin var ekki í forgangi áður en nú eru björgunarsveitarmenn að leggja af stað á svæðið með leitarhunda.

„Í gær var sendur einn bíll á svæðið, sem ók upp Keilisveginn, sem kallað er,“ segir Lár­us Stein­dór Björns­son, svæðis­stjóri björg­un­ar­sveita, í samtali við mbl.is. „Og nú ætlum við að fara þangað með hunda.“

Leitað er í nágrenni Kúagerðis.
Leitað er í nágrenni Kúagerðis. Kort/map.is

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag vegna leitarinnar að Birnu. Björgunarsveitafólk mun leita á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði auk þess að leita með vegaslóðum á Strandarheiði, þ.e. á svæði í nágrenni Kúagerðis, eins og fyrr segir.

Leitað er út frá þeim fjölmörgum vísbendingum sem hafa borist frá almenningi. Vísbendingum um leitarsvæði er forgangsraðað og er unnið samkvæmt því.

Kafarar eru nú að störfum í Hafnarfjarðarhöfn nálægt þeim stað sem peysa fannst á miðnætti í gær. Á þessari stundu eru einu tengslin milli peysunnar og hvarfs Birnu þau að flíkin fannst á svipuðum stað og skór hennar funust á mánudagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert