Sækja konu á Esjuna

Slysavarnafélagið Landsbjörg er á leiðinni á staðinn.
Slysavarnafélagið Landsbjörg er á leiðinni á staðinn. mbl.is/Eggert

Kona er föst á Esjunni vegna veðurs og eru björgunarsveitarmenn á leiðinni til hennar á fjórhjólum, bílum og gangandi.

Um klukkutími er síðan beiðni um aðstoð barst Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Að sögn Lárusar Steindórs Björnssonar, svæðisstjóra björgunarsveita, bíður konan við Stein eftir aðstoð. Um fimmtán björgunarsveitarmenn eru á leiðinni til hennar.

Uppfært kl. 17.13:

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að konan hafi verið orðin nokkuð köld þegar björgunarsveitafólk á fjórhjólum kom til hennar um klukkan fimm. Hlúð var að henni og hún flutt niður af fjallinu. Hún hafði ekki treyst sér til að ganga áfram vegna veðurs og erfiðra skilyrða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert