Fengu ábendingu um bílljós á Strandarheiði

Frá leitinni á Strandaheiði í dag.
Frá leitinni á Strandaheiði í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglunni barst vísbending um að bílljós hefðu sést á Strandarheiði á Reykjanesi síðastliðinn laugardagsmorgun þegar síðast spurðist til Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitarmenn leita nú á svæðinu.

Leitað hefur verið á svæðinu í dag og hafa björgunarsveitarmenn haft sér til fulltingis þrjá snjóflóðaleitarhunda. Farið hefur verið um svæðið í hópum í dag.

Leit björgunarsveita við Hafnarfjarðarhöfn verður í kvöld hagað með sama hætti og verið hefur í dag, að sögn Guðbrands Arnar Arnarsonar, stjórnanda aðgerðamála hjá Landsbjörg. Hann segir lögreglu ekki hafa óskað eftir því að Landsbjörg gripi til sérstakra aðgerða við höfnina vegna handtöku tveggja skipverja um borð í skipinu Polar Nanoq.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert