Talsverður fjöldi við höfnina

Svæðið er lokað af og fær fjölmiðlafólk ekki að koma …
Svæðið er lokað af og fær fjölmiðlafólk ekki að koma nær en um 300 metra frá hafnarbakkanum. mbl.is/Eggert

Talsverður fjöldi fólks hefur safnast saman við hafnarsvæðið í Hafnarfirði vegna komu skipsins Polar Nanoq, en það kemur í fylgd danska varðskipsins HDMS Triton, auk þess sem sérsveitarmenn frá ríkislögreglustjóra tóku yfir stjórn skipsins um hádegi í dag.

Settir voru upp gámar til að takmarka sýn að skipinu þegar það kemur og hefur lögreglan lokað hafnarsvæðinu. Fjölmiðlafólki var þó hleypt örlítið nær, en er engu að síður um 300 metra frá hafnarbakkanum. Mjög kalt er úti og samkvæmt blaðamanni mbl.is eru flestir í bifreiðum sínum.

Ólíklegt er að nokkuð muni sjást frá þeim stað þar sem hefur verið lokað fyrir almenning, en Grímur Grímsson lögreglumaður sagði við mbl.is að gæta þyrfti réttinda mannanna þar sem þeir væru grunaðir en ekki dæmdir.

Björgunarsveitarfólk er einnig á hafnarsvæðinu, en samkvæmt blaðamanni er það enn að leita á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert