Þrír snjóflóðaleitarhundar með í för

Frá leitinni á Strandaheiði.
Frá leitinni á Strandaheiði. mbl.is/Árni Sæberg

Þrír snjóflóðaleitarhundar eru notaðir við leitina að Birnu Brjánsdóttur eða vísbendingum tengdum hvarfi hennar meðfram vegum á Strandarheiði.

Farið er um svæðið í þremur hópum. Verið er að gá hvort hundarnir marka einhverja lykt. 

Að sögn Guðbrands Arnar Arnarsonar, stjórnanda hjá björgunarsveitunum, verður leitað fram eftir kvöldi á svæðinu en leitarhópar voru kallaðir út um eittleytið í dag.

Hann segir að verið sé að tví- og þríleita á ákveðnum svæðum í Hafnarfirðinum. Alls eru 43 björgunarsveitarmenn að störfum bæði á Strandarheiði og í Hafnarfirði.

„Það er verið að fylgja eftir þeim vísbendingum sem hafa komið síðustu daga," segir Guðbrandur Arnar. 

Frétt mbl.is: Leita vegna vísbendingar við Kúagerði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert