Virði lokanir lögreglu

Lögreglan hefur lokað hafnarsvæðinu af.
Lögreglan hefur lokað hafnarsvæðinu af. mbl.is/Árni Sæberg

Mikilvægt er að almenningur virði lokanir lögreglu við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld, en gerðar hafa verið nokkrar ráðstafanir vegna komu Polar Nanoq nú fyrir miðnætti. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en hann stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur.

Lögreglan hefur þegar handtekið þrjá skipverja um borð og verða þeir yfirheyrðir í kvöld. Þá mun einnig skýrslutaka fara fram yfir öðrum skipverjum, en Grímur tekur fram að þeir séu ekki taldir hafa tengst refsiverðri háttsemi.

Við Hafnarfjarðarhöfn hafa verið settir upp gámar til að byrgja sýn að skipinu þar sem það mun leggja að bryggju. Grímur segir að lögð sé áhersla á að þó að menn hafi verið handteknir þá sé komið fram við þá af mannúð og virðingu. „Þurfum að gæta að því að þetta eru ekki dæmdir menn heldur grunaðir,“ segir Grímur.

Grímur Grímsson lögreglumaður.
Grímur Grímsson lögreglumaður. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert