Ekki óttast um afdrif Íslendinga

Björgunarstarfsmenn leita að fólki.
Björgunarstarfsmenn leita að fólki. AFP

Ekki er talið líklegt að Íslendingar séu á því svæði þar sem snjóflóð féll á fjallahótel í Gran Sasso-fjöll­un­um í Abruzzo-hérað á Ítalíu í nótt, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Engar upplýsingar um dvöl Íslendinga þar hafa borist ráðuneytinu. 

Á hótelinu voru um 30 manns og að minnsta kosti tveir komust lífs af. Ekki hefur fengist staðfest hversu margir létust.

Snjóflóðið féll eftir jarðskjálfta sem voru skammt frá í gær. Björgunarstarf hefur verið erfitt á svæðinu meðal annars vegna óveðurs.

Frétt mbl.is: Fjöl­marg­ir látn­ir í snjóflóði á Ítal­íu

Snjóflóð féll á fjallahótel á Ítalíu.
Snjóflóð féll á fjallahótel á Ítalíu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert