Kennslu- og einkaflugið er enn í Reykjavík

Snertilending á Kaldármelum í aðsigi.
Snertilending á Kaldármelum í aðsigi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Fjárskortur veldur því að ekki hefur verið fundinn nýr staður fyrir kennslu- og einkaflug í nágrenni Reykjavíkur eins og samið var um milli ríkis og borgar árið 2013.

Í samkomulagi sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri undirrituðu í Hörpu 25. október 2013 sagði m.a: „Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má.“

Síðan þetta samkomulag var undirritað fyrir rúmlega þremur árum hefur ekkert breyst og kennslu- og einkaflugið hefur verið áfram á Reykjavíkurflugvelli, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert