Laun kjörinna fulltrúa hækka um 45 %

Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði. mbl.is/RAX

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað í gær með sex atkvæðum gegn fjórum að binda laun kjörinna fulltrúa við þingfararkaup.

Hækka laun kjörinna fulltrúa bæjarins því til samræmis við hækkun kjararáðs sem var ákveðin í lok október 2016.

Málið á sér nokkurn aðdraganda, en í júlí féllst bæjarstjórn Hafnarfjarðar á að binda laun kjörinna fulltrúa við viðmiðunartöflu Sambands íslenskra sveitafélaga um laun kjörinna fulltrúa sem byggði á þingfararkaupi, en þó þannig að laun hækkuðu ekki við breytinguna heldur yrði sama krónutala greidd kjörnum fulltrúum og áður, og prósentuhlutfallið stillt af miðað við þingfararkaup ákvarðað af kjararáði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert