Telja að Birna hafi verið í rauða bílnum

Birna Brjánsdóttir er tvítug. Hennar hefur verið saknað frá því …
Birna Brjánsdóttir er tvítug. Hennar hefur verið saknað frá því aðfaranótt laugardags.

Lögreglu grunar að bíllinn sem keyrði til og frá Hafnarfjarðarhöfn sé sá sami og sást á myndavélum á Laugavegi fyrr um nóttina og að Birna Brjánsdóttir hafi á einhverjum tímapunkti verið í bílnum. 

Grímur Grímsson sagði í Kastljósi í kvöld að lögreglu grunaði að um sama bíl sé að ræða. Þá er greint frá því á fréttavef Ríkisútvarpsins að lögregla telji að Birna hafi verið í bílnum sem lögregla lagði hald á en tímasetningin er óljós. 

Lögregla hefur staðfest að bílinn sem lagt var hald á sé sá sami og sést á myndavélum við Hafnarfjarðarhöfn. „Það er sami bíllinn,“ sagði Ein­ar Guðberg Jóns­son lög­reglu­full­trúi en vildi ekki staðfesta að bíllinn væri sá sami og sást í myndavél á Laugavegi.

Einar sagði að lögreglan telji að mennirnir tveir sem sjáist á myndavélum við höfnina séu séu þeir sömu og eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglu. „Við teljum að það séu þeir sem nota bílinn.“ 

Rauði Kia Rio bíllinn ekur niður Laugaveg.
Rauði Kia Rio bíllinn ekur niður Laugaveg.

Spurður hvort að eitthvað saknæmt hafi fundist í bílnum sagðist Einar ekki geta gefið neitt upp á þessum tímapunkti en líklega komi það í ljós á morgun. Þá gat hann ekki gefið upp hvort gögnin sem lögregla lagði hald á í græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq hafi leitt eitthvað í ljós, þau séu enn í fullri vinnslu hjá tæknideild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert