Þyrlan leitaði í Hafnarfirði og á Reykjanesi

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar.
TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, leitaði nú undir kvöld að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið síðan aðfaranótt laugardags. Þyrlan fór í loftið rétt fyrir klukkan fimm og var meðal annars flogið yfir Hafnarfjarðarhöfn. Síðan var stefnan tekin meðfram ströndinni, frá Straumsvík að Vogum á Vatnsleysuströnd.

Þá var einnig flogið suður að Höskuldarvöllum og Keili. Um klukkan hálfsjö var leit hætt og haldið inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá gæslunni, en fyrr í kvöld sagði mbl.is frá leit þyrlunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert