Útboð gætu hafist um áramót

Á þessum slóðum myndi Hvammsvirkjun rísa.
Á þessum slóðum myndi Hvammsvirkjun rísa. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa samþykkt að kynna fyrir almenningi og hagsmunaaðilum lýsingu vegna deiliskipulags fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá.

Landsvirkjun vinnur einnig að endurskoðun á hluta umhverfismats og lokahönnun virkjunar. Ekki hefur verið ákveðið hvenær ráðist verður í virkjun en ef nauðsynleg leyfi fást í tæka tíð gætu fyrstu útboð orðið um næstu áramót.

Hvammsvirkjun er efsta virkjunin í Neðri-Þjórsá og nýtir fall neðan Búrfellsvirkjunar. Fyrir eru sex virkjanir á vatnasvæði Tungnaár og Þjórsár. Miðað er við að uppsett afl virkjunarinnar verði allt að 95 megavött.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert