Á tvöföldum hámarkshraða

Gatnamót Suðurlandsbrautar, Laugavegar og Kringlumýrarbrautar.
Gatnamót Suðurlandsbrautar, Laugavegar og Kringlumýrarbrautar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu svipti ökumann ökuréttindum til bráðabirgða þegar hún stöðvaði hann á 160 km hraða á Kringlumýrarbrautinni skömmu eftir miðnætti í nótt. Heimilaður hámarkshraði á þessum stað er 80 km á klukkustund og því ljóst að maðurinn ók á tvöföldum hámarkshraða innanbæjar.

Um hálftvö í nótt var tilkynnt til lögreglu um innbrot í verslun í Austurbænum. Þar hafði rúða verið  brotin í útihurð en ekki er vitað hvað var tekið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert