Allt að 8 stiga hiti í dag

Spáin gerir ráð fyrir hægri suðlægri átt, súld sunnan til, en lítilsháttar snjókomu norðan til. Suðaustan 8-15 með morgninum og rigning eða súld, en þurrt að mestu um landið norðaustanvert.

Hlýnandi veður. Sunnan 10-18 síðdegis og hiti 3 til 8 stig. Snýst í suðvestan 10-15 eftir hádegi á morgun með skúrum eða éljum og kólnar smám saman, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands.

Á laugardag:
Sunnan 8-15 m/s og rigning eða slydda, en hægari vindur og þurrt NA-til á landinu. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Vestlægari og skúrir eða él síðdegis og kólnar heldur.

Á sunnudag:
Suðvestan 5-10 og stöku él, en bjartviðri A-lands. Hiti kringum frostmark. Vaxandi suðaustanátt með slyddu eða snjókomu á SV- og V-landi um kvöldið, en rigningu við ströndina.

Á mánudag:
Hvöss sunnanátt og rigning, en úrkomulítið norðaustan til. Hiti víða 4 til 10 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið NA-lands. Milt veður.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðaustanátt með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum og heldur kólnandi veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert