Ekki dæmdur fyrir barnsrán

Atvikið átti sér stað í ágúst í fyrra, en á …
Atvikið átti sér stað í ágúst í fyrra, en á myndinni sjást lögreglumenn handtaka manninn. mbl.is/Ómar

Maðurinn sem stal bif­reið með tveggja ára barni fyr­ir utan leik­skóla í Kópa­vogi í ágúst var í gær dæmdur í fimm mánaða fangelsi og sviptur ökuréttindum ævilangt, en hann var undir miklum áhrifum metamfetamíns þegar hann stal bifreiðinni. 

Frétt  mbl.is: Barn í bifreið sem var stolið

Auk þessa brots var maðurinn, sem er 28 ára gamall, dæmdur fyrir fleiri brot, en í desember 2015 var hann stöðvaður undir stýri, sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (amfetamín í blóði mældist 130 ng/ml og morfín 25 ng/ml).

Mikla athygli vakti þegar maðurinn stal bifreiðinni við leikskólann að Rjúpnasölum í Kópavogi. Faðir barns­ins hafði skilið bíl­inn eft­ir í gangi á meðan hann sótti eldra barn sitt á leik­skólann. Bíl­inn fannst skömmu síðar við versl­un Krón­unn­ar í Kór­a­hverfi. Þyrla Land­helgis­gæsl­unn­ar var meðal ann­ars kölluð út til að aðstoða við leit­ina. 

Maðurinn játaði skýlaust brot sín og var sakfelldur fyrir að aka í tvígang óhæfur til að stjórna bifreið örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna og fyrir að aka alls þrisvar sinnum sviptur ökurétti. Þá var hann sakfelldur fyrir nytjastuld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert