Flughálka á Snæfellsnesi

Vegir eru auðir á Hellisheiði og í Þrengslum en á Suðurlandi er þó víða hálka eða snjóþekja, einkum í uppsveitum.

Flughálka er á Snæfellsnesi og frá Baulu í Reykholti, flughálka er sunnan megin í Hvalfirði annars er hálka eða krapi á Vesturlandi. Hálka er einnig víða á Vestfjörðum og sums staðar snjóþekja.

Víða á Norður- og Norðausturlandi má reikna með hálku og snjóþekju. Eins er víða snjóþekja á Austurlandi en á Suðausturlandi er aðallega hálka, segir á vef Vegagerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert