Gæsluvarðhald fram á mánudag

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði skipverja af Polar Nanoq í gæsluvarðhald til næstkomandi mánudags vegna fíkniefnafundar um borð. Tollgæslan fann ríflega 20 kíló af hassi við leit í skipinu og var maður handtekinn síðustu nótt vegna málsins. Hann er ekki talinn tengjast hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem hefur verið týnd síðan aðfaranótt laugardagsins.

Saksóknari fór fram á að gæsluvarðhaldið yrði til næsta miðvikudags. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir við mbl.is að fallist hafi verið á kröfu um gæsluvarðhald til mánudagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert