Hættir við Noregsheimsókn vegna málsins

Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn.
Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn. Ófeigur Lýðsson

Vitt­us Qujaukit­soq, ráðherra ut­an­rík­is­mála, iðnaðar, at­vinnu, viðskipta og orku­mála á Græn­landi, hefur aflýst fyrirhugaðri ferð sinni til Noregs, þar sem hann ætlaði á ráðstefnu Arctic Frontier, vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur og handtöku skipverja á Polar Nanoq vegna málsins. Þetta kemur fram á grænlenska fréttamiðlinum KNR.

Haft er eftir utanríkisráðuneyti landsins að Qujaukitsoq muni vinna vel með íslenskum yfirvöldum, danska sendiráðinu á Íslandi og útgerð skipsins, Polar Seafood.

Þá kemur fram að hinir handteknu hafi rétt á að hitta fulltrúa sendiráðsins á Íslandi, en í þessu tilfelli er það danska sendiráðið. Þá eigi þetta einnig við um grænlensk vitni í málinu.

Búið er að setja upp upplýsingasíma hjá ráðuneytinu sem fjölskyldur skipverja á Polar Nanoq geta hringt í ef þær hafa spurningar um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert