Norðurlöndin með framsæknustu hagkerfin

Bloomberg mældi framsæknustu hagkerfi heimsins.
Bloomberg mældi framsæknustu hagkerfi heimsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ísland skipar 25. sæti lista Bloomberg yfir framsæknustu hagkerfi heims, þ.e. Bloomberg Innovation Index.

Þrátt fyrir að fara upp um þrjú sæti á milli ára situr Ísland tíu sætum á eftir næsta Norðurlandaríki, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Til að raða löndum á listann notast Bloomberg við hina ýmsu staðla, s.s. hversu miklu fjármagni viðkomandi ríki eyðir í rannsóknir og þróun sem hlutfall af landsframleiðslu, hversu mörg starfandi hátæknifyrirtæki eru í landinu, skilvirkni háskólanáms í raungreinum og fjölda einkaleyfaumsókna svo dæmi séu tekin. Mælingar hófust á 200 ríkjum, en þau lönd sem ekki skiluðu inn upplýsingum í að minnsta kosti sex af flokkunum sjö voru tekin út. Listinn endaði að lokum í 78 ríkjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert