Óvissa um nýja flugstöð

Annir í innanlandsflugi fjá Flugfélagi Íslands.
Annir í innanlandsflugi fjá Flugfélagi Íslands. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ekkert er því til fyrirstöðu að sótt verði um byggingarleyfi fyrir nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt deiliskipulagi sem tók gildi um mitt ár 2016. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Eins og fram kom í viðtali við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, í blaðinu á laugardaginn, lagði félagið árið 2013 fram útfærðar hugmyndir um að byggja nýja flugstöð á núverandi athafnasvæði Flugfélagsins vestan norður/suður-brautarinnar. Þessi hugmynd náði ekki fram að ganga því nýtt deiliskipulag hafði ekki tekið gildi.

Síðan eru liðin tæp fjögur ár og alger óvissa ríkir um það hvort ný flugstöð muni rísa. Ástæðan er meðal annars sú að í núgildandi samningi milli ríkis og borgar á að leggja norður/suður-flugbrautina af árið 2022, eða eftir fimm ár. Gerist það verður innanlandsflugi sjálfhætt, segir Árni Gunnarsson í Morgunblaðinu. Innanlandsflug verði ekki rekið með einni braut.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert