Segir 40 kíló af hassi hafa verið um borð

Skipið Polar Nanoq við Hafnarfjarðarhöfn.
Skipið Polar Nanoq við Hafnarfjarðarhöfn. mbl.is

Áhöfn Polar Nanoq hefur verið heimilað að snúa aftur um borð. Þetta hefur Kalaallit Nunaata Radioa eftir Jörgen Fossheim, útgerðarstjóra útgerðarfyrirtækisins Polar Seafood. Hann segir skipið leggja úr höfn til veiða á mánudag.

KNR segir frá handtöku tveggja skipverja í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur og þriðja vegna fíkniefnafundar um borð. Haft er eftir Fossheim að um sé að ræða 40 kg af hassi. Þetta segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn rangt. Bráðabirgðatölur segi kílóin vera 20 eins og fram hefur komið í fréttum á Íslandi.

Þá segist Fossheim í samtali við KNR gera ráð fyrir að umræddum skipverja verði sleppt á mánudag og að skipið leggi þá úr höfn til veiða við austurströnd Grænlands.

Frétt Kalaallit Nunaata Radioa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert