Togstreita milli Noregs og Íslands?

„Pólitískt heitt og erfitt mál,“ segir Friðrik Sigurðsson.
„Pólitískt heitt og erfitt mál,“ segir Friðrik Sigurðsson. mbl.is/Helgi Bjarnason

Friðrik Sigurðsson rekstrarráðgjafi, sem starfar nú tímabundið fyrir norsku hagsmunasamtökin í laxeldi, Sjömat Norge, segir að togstreita geti orðið á milli Noregs og Íslands ef íslensk stjórnvöld hafni því að innleiða regluverk Evrópusambandsins um lífræna ræktun.

„Ef íslensk stjórnvöld hafna því að innleiða reglugerðina getur skapast mikil togstreita á milli Noregs og Íslands, vegna þess að Noregur fær þá ekki að flytja lífrænan lax inn til ESB. Þetta er því pólitískt heitt og erfitt mál,“ segir Friðrik meðal annars í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í janúarlok er væntanleg hingað til lands sendinefnd hagsmunasamtaka til þess að eiga viðræður við fulltrúa landbúnaðarráðneytisins og landbúnaðarráðherra um innleiðingu reglna Evrópusambandsins á Íslandi um lífræna ræktun, sem er krafa ESB. Friðrik kemur með sendinefndinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert