Vilja varðhald vegna 20 kílóa af hassi

Polar Nanoq siglir inn til Hafnarfjarðar.
Polar Nanoq siglir inn til Hafnarfjarðar. Ómar Óskarsson

Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir fjórða skipverjanum sem handtekinn var úr áhöfn Polar Nanoq. Maðurinn var handtekinn síðustu nótt eftir að ríflega 20 kíló af hassi fundust um borð í skipinu. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Farið var fram á gæsluvarðhald núna á tólfta tímanum í kvöld, en niðurstaða liggur ekki enn fyrir. Grímur segir að farið sé fram á gæsluvarðhald fram til næsta miðvikudags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert