Hálka og éljagangur á Holtavörðuheiði

Holtavörðuheiði.
Holtavörðuheiði. mbl.is/Gúna

Vegir á Suður- og Vesturlandi eru að mestu greiðfærir en hálka og hálkublettir eru á nokkrum útvegum og fjallvegum og hálka og éljagangur á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir en snjóþekja og éljagangur er á Steingrímsfjarðarheiði, Klettshálsi, Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdán. Flughálka er á innsta kafla Innstrandavegar.

Það eru hálka og hálkublettir á Norðurlandi. Á Austurlandi er einnig hálka eða hálkublettir á vegum sem og með suðausturströndinni, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert