Þrátt fyrir bros er markmiðið skýrt

Björgunarsveitamenn slá á létta strengi eftir langan og strangan dag.
Björgunarsveitamenn slá á létta strengi eftir langan og strangan dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Andinn var léttur í Björgunarmiðstöðinni Kletti í Hafnafirði þegar leitarmenn tíndust inn hver á eftir öðrum um sexleytið í dag. Þar beið þeirra kjötsúpa, drykkjarföng, kexmeti og samlokur sem komu sér vel eftir níu tíma leit í rigningarveðri. 

Frétt mbl.is: Fylgja eftir öllum vísbendingum

Rúmlega fimm hundruð björgunarsveitamenn tóku þátt í leitinni í dag og komu þeir hvaðanæva af landinu, allt frá Ströndum til Vestmannaeyja. Sumir gista á dýnum hjá ættingjum en aðrir í húsakynnum björgunarsveita eða skáta. 

„Þó að við séum fjölmenn á suðvesturhorninu þá þurfum við aðstoð frá öllu landinu alveg eins og aðrir landshlutar þurfa aðstoð sunnan frá. Þetta gengur í báðar áttir,“ sagði einn leitarmaður í samtali við blaðamann mbl.is. Spurður um létta lund í miðstöðinni sagði annar að þannig yrði það að vera. Þrátt fyrir bros og hlátur væru allir að einblína á markmiðið. 

Fallist í faðma leitarmiðstöðinni.
Fallist í faðma leitarmiðstöðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 Vön öllu veðri

Veðurskilyrðin voru nokkuð erfið, bæði rok og rigning, en leitarmenn létu það ekki á sig fá. 

„Það er búinn að vera rigningarsuddi en við erum vön að vera úti í öllu veðri og veðurspáin fyrir morgundaginn lítur betur út,“ sagði Elva Tryggvadóttir, formaður svæðisstjórnar. Hún sagði að  einhugur ríkti um að finna Birnu. Samstarf viðbragðsaðila, sérstaklega milli björgunarsveita og lögreglu, sé mikið og öflugt. 

Frétt mbl.is:„Það finn­ast alls kon­ar hlut­ir“

Þrátt fyrir að engar vísbendingar sem tengjast málinu með beinum hætti hafi fundist sagði Elva að leitin hefði gengið vel. Um fjögurleytið var búið að ganga yfir rúmlega helming leitarsvæðanna og verður aftur ræst út á sama tíma á morgun, það er klukkan 9. „Fólk er að finna smæstu hluti sem sýnir hversu vel við erum að leita.“

Björgunarsveitarfólk hvílir lúin bein.
Björgunarsveitarfólk hvílir lúin bein. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Björgunarsveitarfólk sem hefur tekið þátt í leit að Birnu Brjánsdóttur …
Björgunarsveitarfólk sem hefur tekið þátt í leit að Birnu Brjánsdóttur í allan dag. mbl.is/
Leitað var að Birnu Brjánsdóttur í allan dag.
Leitað var að Birnu Brjánsdóttur í allan dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Leitað var að Birnu Brjánsdóttur í allan dag.
Leitað var að Birnu Brjánsdóttur í allan dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Leitað var að Birnu Brjánsdóttur í allan dag.
Leitað var að Birnu Brjánsdóttur í allan dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert