Aðgerðir lögreglu í Selvogi

Selvogsviti.
Selvogsviti. Sigurður Bogi Sævarsson

Umfangsmiklar aðgerðir voru af hálfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við Selvogsvita í Selvogi síðdegis í dag. Vitinn er skammt austan við húsaþyrpinguna í Selvogi í átt að Þorlákshöfn. Er svæðið meðal þeirra staða þar sem björgunarsveitir hafa leitað Birnu Brjánsdóttur í dag.

Björgunarsveitarbílar eru nú á leið að Gryfjunni fyrir neðan Þorlákshöfn þar hefur þyrla Landhelgisgæslunnar einnig farið yfir fyrr í dag. Gryfjan er svæði þar sem að sótt hefur verið efni í hafnarframkvæmdir í Þorlákshöfn. 

Björgunarsveitir voru á fjórða tímanum í dag kallaðar í hús aftur og átti að endurskipuleggja leitina vegna nýrra vísbendinga sem bárust um málið.

Aðgerðum lögreglu á svæðinu er að mestu lokið núna en stjórnstöðvabíll björgunarsveitarinnar er í Selvogi. 

Mikill viðbúnaður björgunarsveita og lögreglumanna er nú við Óseyrarbrú við Ölfusárósa.

Fréttin er uppfærð

Óseyrarbrú í flugsýn.
Óseyrarbrú í flugsýn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
Selvogsviti.
Selvogsviti. Kort
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert