Búið að ráða niðurlögum eldsins

Húsið hefur gengið undir nafninu Eymdin.
Húsið hefur gengið undir nafninu Eymdin. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Brunavarnir Árnessýslu hafa ráðið niðurlögum eldsvoða sem kom upp í einbýlishúsi á Stokkseyri í kvöld. Þegar slökkvilið kom á staðinn var húsið alelda og var slökkvistarf unnið utan frá og fór enginn slökkviliðsmaður inn í húsið vegna hrunhættu. Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri segir húsið mjög mikið skemmt, þó að það sé ekki fallið niður.

Frétt mbl.is: Einbýlishús alelda á Stokkseyri

„Það gekk nokkuð greiðlega að ráða niðurlögum eldsins,“ segir Pétur, en slökkvilið náði strax í upphafi að slá vel á eldinn með slökkvistarfi. Hann segir að búið sé að afhenda lögreglu vettvang og hún fari nú með rannsókn málsins. Þá verði lögreglumenn á vettvangi í nótt til að vakta að ekki komi upp eldur að nýju.

Engin búseta var í húsinu en Pétur segir að samkvæmt heimildum slökkviliðsins hafi verið unnið að standsetningu þess. Hann segir ekki hægt að segja til um eldsupptök á þessu stigi málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert