Dagurinn leggst vel í björgunarsveitarmenn

Axel Ernir Viðarsson og Sæmundur Elíasson eru í Björgunarsveitinni Súlum …
Axel Ernir Viðarsson og Sæmundur Elíasson eru í Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagurinn og leitin í dag leggst vel í félagana Axel Erni Viðarsson og Sæmund Elíasson. Þeir eru báðir í Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri og komu því að norðan á föstudagskvöld til þess að taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur.

Hátt í fimm hundruð björg­un­ar­sveit­ar­menn alls staðar af landinu voru mætt­ir klukk­an níu í morg­un í húsa­kynni Björg­un­ar­sveitar Hafn­ar­fjarðar til að hefja leit. Félagarnir höfðu ekki fengið úthlutað verkefni fyrir daginn þegar blaðamaður mbl.is ræddi við þá en í gær voru þeir í Kaldárseli að leita.

Undirbúningur fyrir leit dagsins.
Undirbúningur fyrir leit dagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við fáum vegslóða, tökum 100 metra miðlínu í sitt hvora áttina út frá veginum og erum að leita þau svæði mjög vel. Þetta er ekki hraðleit, við erum að fínkemba svæðið,“ segir Sæmundur.

Í húsakynnum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar geta björgunarsveitarmenn mætt og fengið sér að borða í dag en einnig eru matarstöðvar í Keflavík og Grindavík. 

Félagarnir segja að það sé nóg í boði fyrir björgunarsveitarmenn hvað varðar mat, drykk og annað. „Við fórum til dæmis frítt í sund í Hafnarfjarðarlaug í gær. Ef maður þarf að borða eða drekka eru opnar dyr alls staðar,“ segir Axel Ernir.

Hátt í fimm hundruð björg­un­ar­sveit­ar­menn voru mætt­ir klukk­an níu í …
Hátt í fimm hundruð björg­un­ar­sveit­ar­menn voru mætt­ir klukk­an níu í morg­un í húsa­kynni Björg­un­ar­sveit­ar Hafn­ar­fjarðar til að taka þátt í leit­inni að Birnu Brjáns­dótt­ur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Lagt af stað til leitar.
Lagt af stað til leitar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Verkefni dagsins undirbúin.
Verkefni dagsins undirbúin. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert