Fínkemba frá Eyrarbakka til Grindavíkur

Um 300 björgunarsveitamenn eru enn að störfum.
Um 300 björgunarsveitamenn eru enn að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn eru um 300 björgunarsveitarmenn að leita meðfram vegum og slóðum og verða að störfum talsvert fram eftir kvöldi. Ný leitarsvæði ná frá Eyrarbakka og langleiðina til Grindavíkur. 

Frétt mbl.is: Birna fannst látin við Selvogsvita

„Það er verið að fínkemba svæðið til að finna ummerki sem geta varpað einhverju ljósi á málið,“ sagði Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. 

Leitað er að ummerkjum um mannaferðir, bílferðir og einhverjum vísbendingum sem leiða til staðarins þar sem Birnu var fyrst komið fyrir. Björgunarsveitirnar hafa komið upp færanlegri stjórnstöð á svæðinu og verður leitinni stjórnað þaðan. 

Markmið kvöldsins er að ljúka leit á þessum 90 svæðum en líklegt er að leit haldi áfram á morgun. Þorsteinn sagðist ekki vita til þess að haldbær sönnunargögn hefðu fundist á svæðinu frá líkfundinum í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert