Hálka um allt land

Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða á Suður- og Vesturlandi, einkum á fjallvegum og inn til landsins.

Á Vestfjörðum er víða hálka, snjóþekja eða hálkublettir en flughált er á Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdán en þar er unnið að hálkuvörn.

Það er hálka eða hálkublettir mjög víða á Norðurlandi en þó er að mestu greiðfært í Skagafirði og Eyjafirði. Á Austurlandi er einnig hálka eða hálkublettir á vegum sem og með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert