Í handleiðslu hjá Rauða krossinum

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Rauði krossinn vottaði fjölskyldu, vinum og vandamönnum Birnu Brjánsdóttur samúð sína í eftir að lík hennar fannst við Selvogsvita í dag. Fjölskylda og vinahópur Birnu hafa verið í handleiðslu hjá sálfræðingum Rauða krossins gegnum leitina og verður svo áfram.

Frétt mbl.is:Birna fannst látin við Selvogsvita

Á facebook-síðu Rauða krossins birtist færsla  með samúðarkveðjum og ljóði Hannesar Péturssonar sem hljóðar svo:

Svo er því farið

Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.

Minnt á að gæta að sínum nánustu, hafa aðstandendur í huga og finna sorginni réttan farveg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert