Mál Birnu vekur athygli utan landsteina

Skjáskot/dagbladet.no

Fréttir af því að lík Birnu Brjánsdóttur hafi fundist við Selvogsvita eru ofarlega hjá fréttamiðlum á Norðurlöndum. Á nokkrum vefsíðum er fréttin ýmist mest lesin eða efst forsíðunni. 

Grænlenskir fjölmiðlar voru fljótir að segja frá fundinum enda hefur málið snert þjóðina djúpt. Á einum helsta helsta fréttavef Grænlands stendur „Birna er fundin“. Greint hefur verið frá því að hópur Grænlendinga ætli að safnast saman í kvöld til að kveikja á kertum fyrir Birnu. 

Frétt mbl.is:Grænlendingar kveikja á kertum fyrir Birnu

Á danska fréttavefnum BT er fréttin á efsta borðanum þar sem stendur „20 ára Birna fundin: Lá dáin við Íslandsstrendur.“

Skjáskot/bt.dk

Málið hefur valið talsverða athygli í Danmörku og er fréttin sú mest lesna á fréttavef TV2 en þar er ranglega fullyrt í fyrirsögnina að Birna hafi fundist á strönd við Reykjavík. 

Skjáskot/http://nyheder.tv2.dk

 Þá er einnig fjallað um málið á norsku fréttavefsíðunni Dagbladet.no

Skjáskot/dagbladet.no
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert