Opið í Bláfjöllum

Skíðað í Bláfjöllum.
Skíðað í Bláfjöllum. mbl.is/Styrmir Kári

Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið frá klukkan 10 til 17 í dag en um er að ræða Kónginn og barnasvæðið. 

Samkvæmt upplýsingum af vef skíðasvæðisins kemur fram að það er lítill snjór og öxlin og Norðurleiðin eru í hálfri breidd. „Farið varlega og munið að bannað er að bruna í brekkunum.“

Veðrið er fínt, hægur vindur,  2 m/sek., frost -1° og léttskýjað. Það hefur snjóað hjá okkur í nótt þannig að það er hvítt yfir öllu en athugið að víðast utan brauta er mjög stutt niður á fósturjörðina. Göngubraut verður lögð á sléttunni fyrir kl 10.

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri verður einnig opið í dag en þar eru 5 af átta lyftum opnar frá 10 til 16.

Tindastóll, skíðasvæði Skagfirðinga, verður opinn frá 11 til 16. Vestfirðingar geta farið á skíði í Seljalandsdal en Tungudalur er lokaður. 

Skíðasvæðið í Skarðsdal Siglufirði er opið í dag frá kl  11-16. Það er hvasst í augnablikinu en á að lægja um hádegið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert