Starfa náið með björgunarsveitum í útköllum

Björgunarsveitarmenn gæddu sér á þorramat í dag.
Björgunarsveitarmenn gæddu sér á þorramat í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höfum verið að sjá um matinn fyrir þá sem komu hingað í dag sem eru um níutíu til hundrað manns,“ segir Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir, formaður Slysavarnadeildar Dagbjargar á Reykjanesi. Í dag var boðið upp á kjötsúpu, heita brauðrétti en einnig þorramat sem var afgangs frá þorrablóti í Garði í gærkvöldi fyrir björgunarsveitarfólk sem var við leit í dag. 

„Okkur barst hellingur af mat og það er ótrúlegt hvað þetta hefur allt saman gengið vel. Fólk var alveg svakalega ánægt með þorramatinn og maður frétti að það væri farið að keyra hingað til að komast í hann. Það tóku líka margir með sér þorramat í hendi á leiðinni út,“ segir Kristbjörg.

Slysavarnadeild Dagbjargar var stofnuð árið 2004 en Kristbjörg er einn af stofnendum hennar og gegnir núna starfi formanns. Verkefni deildarinnar eru fjölbreytt en hún starfar náið með björgunarsveitunum í útköllum. „Síðan erum við með alls konar verkefni í tengslum við börn, aldraða og ferðamenn en okkur vantar alltaf fleiri hendur í verkefnum tengdum björgunarsveitunum. Þá stöndum við vaktina eins lengi og þarf, alveg eins og björgunarfólkið,“ segir Kristbjörg.

Slysavarnadeild Dagbjargar á Reykjanesi sá um að fæða björgunarsveitarmenn í …
Slysavarnadeild Dagbjargar á Reykjanesi sá um að fæða björgunarsveitarmenn í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Um 500 björgunarsveitarmenn lögðu af stað til leitar í morgun.
Um 500 björgunarsveitarmenn lögðu af stað til leitar í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Mannskapurinn var almennt ánægður með þorramatinn.
Mannskapurinn var almennt ánægður með þorramatinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert