Stormi spáð í nótt

Spáð er hæglætisveðri í dag.
Spáð er hæglætisveðri í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Víða hæglætisveður í dag en vaxandi suðaustanátt þegar líður á daginn suðvestan til á landinu. Suðaustanhvassviðri og jafnvel stormur, einkum á hálendinu í nótt og fram eftir morgundegi.

Rigning um landið sunnan- og vestanvert, en yfirleitt þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hlýnar hratt í nótt og víða 4 til 8 stig á morgun. Hægari sunnanátt og dregur úr vætu seint á morgun. Síðan er fremur milt fram undir miðja viku, en þá hallar hann sér í norðlægar áttir með kólnandi veðri og ofankomu fyrir norðan, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Suðvestan 3-10 en 8-15 norðanlands fram að hádegi. Stöku skúrir eða él, en þurrt austanlands. Suðaustan 8-15 og dálítil rigning eða slydda seint í kvöld um vestanvert landið. Suðaustan 13-23 í nótt og fram eftir morgundegi, hvassast á miðhálendinu. Rigning, en lengst af þurrt á NA- og A-landi. Hægari sunnanátt annað kvöld. Frostlaust vestanlands og með sjónum í dag, en vægt frost inn til landsins. Hlýnar í nótt, víða 4 til 8 stiga hiti á morgun.

Á mánudag:
Sunnan og suðaustan 10-18 og rigning S- og V-til, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti víða 4 til 8 stig.

Á þriðjudag:
Suðlæg átt, 5-10 m/s og skúrir eða él og hiti 1 til 5 stig en úrkomulaust NA-og A-lands og vægt frost inn til landsins.

Á miðvikudag:
Suðlæg átt, 5-10 og slydda eða snjókoma á köflum um landið sunnanvert en þurrt að mestu fyrir norðan. Allhvöss norðaustanátt og snjókoma á Vestfjörðum. Frostlaust við sjóinn en annars vægt frost.

Á fimmtudag:
Norðaustlæg átt, 8-15 og él norðan til, en austlæg eða breytileg átt syðra og lengst af þurrt. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á föstudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með ofankomu um landið norðanvert, en úrkomulítið sunnan til. Frost um allt land.

Á laugardag:
Áframhaldandi norðlæg átt á landinu, él á annesjum norðanlands en bjartviðri suðvestanlands. Frost um allt land og allvíða talsvert frost.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert