Þyrlan leitar á Reykjanesskaga

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, er farin til leitar að Birnu Brjánsdóttur. Hún fór í loftið klukkan 10:40. Gert er ráð fyrir að þyrlan leiti víðs vegar á Reykjanesskaga, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Um og yfir 500 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni að Birnu en ekkert hefur til hennar spurst í átta daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert