Annar hinna grunuðu var í bílnum

Grænlenski togarinn Polar Nanoq.
Grænlenski togarinn Polar Nanoq. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Annar af skipverjunum tveimur, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, fór um borð í togarann Polar Nanoq á milli klukkan 6 og 7 morguninn sem Birna hvarf. Hinn ók einn í burtu. Þetta kom fram í frétt RÚV í gærkvöldi en kom áður fram í frétt mbl.is 19. janúar. 

Samkvæmt frétt RÚV stíga báðir mennirnir út úr bíl sínum á hafnarsvæðinu. Nokkru síðar fer annar þeirra um borð í togarann en hinn ekur í burtu. Þetta kom einnig fram í frétt mbl.is í síðustu viku.

Í frétt RÚV kom fram að fyrst ekur hann um hafnarsvæðið en síðar ekur hann þaðan í burtu. Hann snýr ekki aftur fyrr en nokkrum klukkustundum síðar.

Ekki er að sjá á myndavélum að sá sem fór um borð í skipið hafi aftur farið inn í bílinn, að því er kom fram í fréttatíma Rúv. 

Frétt mbl.is um málið frá 19. janúar.

Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta þetta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert