Átelur stjórnsýsluna harðlega

Félag atvinnurekenda er ósátt við fjölgun útboða tollkvóta á búvörum …
Félag atvinnurekenda er ósátt við fjölgun útboða tollkvóta á búvörum yfir árið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Atvinnuvegaráðuneytið hefur svarað bréfi Félags atvinnurekenda frá 2. janúar síðastliðnum, þar sem farið var fram á rökstuðning og gögn vegna ákvörðunar ráðuneytisins um að fjölga útboðum tollkvóta á búvörum yfir árið.

Fjölgun útboða stuðlar að verulegri hækkun verðs á kvótanum og þar með hækkun á verði innfluttra búvara, að því er kemur fram í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda.

„Af bréfi ráðuneytisins má ráða að hvorki hafi verið haft samráð við fulltrúa innflytjenda né neytenda áður en ákvörðunin var tekin. FA átelur þessa stjórnsýslu harðlega og skorar á nýjan landbúnaðarráðherra að endurskoða ákvörðun ráðuneytisins.“

Meira má finna um málið á vef Félags atvinnurekenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert