Ekki yfirheyrðir í dag

Sakborningarnir verða ekki yfirheyrðir í dag.
Sakborningarnir verða ekki yfirheyrðir í dag. mbl.is/Eggert

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mbl.is verða skipverjarnir sem grunaðir eru um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur ekki yfirheyrðir í dag. Þeir eru í einangrunarvist á Litla-Hrauni. Gert er ráð fyrir því að yfirheyrslur hefjist að nýju á morgun. 

Lögregla vinnur nú í því að fara yfir gögn sem tengjast málinu. 

Eins og fram hefur komið féllst Hæstiréttur ekki á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum tveimur. Hafði saksóknari óskað eftir því að gæsluvarðhaldið yrði lengt úr tveimur vikum í fjórar. Ekki var fallist á það og stendur því gæsluvarðhaldsúrskurðurinn óbreyttur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert