Forsetinn floginn til Danmerkur

Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson ganga um borð.
Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson ganga um borð. mbl.is/Golli

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Eliza Reid forsetafrú héldu af landi brott með síðdegisvélinni en á morgun hefst opinber heimsókn forseta og forsetafrúar til Danmerkur.

Venju sam­kvæmt er Dan­mörk fyrsti áfangastaður í op­in­berri heim­sókn nýs for­seta Íslands til út­landa. Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra verður með í för, ásamt op­in­berri sendi­nefnd sem í eru full­trú­ar mennta- og fræðasam­fé­lags­ins auk emb­ætt­is­manna frá ut­an­rík­is­ráðuneyti og embætti for­seta. Heim­sókn­in stend­ur fram á fimmtu­dags­morg­un, 26. janú­ar.

Frétt mbl.is: Fyrsta opinbera heimsókn forsetans

Heim­sókn­in hefst í fyrramálið með form­legri at­höfn við Amalíu­borg­ar­höll þar sem Mar­grét Dana­drottn­ing og Hinrik prins munu taka á móti for­seta­hjón­un­um íslensku.

Guðni og Eliza voru léttstig þegar þau gengu út í flugvél Icelandair, Bláfjall. Þar tók Guðni í höndina á flugstjóranum, Tryggva Þór Hafstein, sem mun fljúga forsetahjónunum til gömlu nýlenduherranna.

Guðni heilsar flugstjóranum, Tryggva Þór Hafstein.
Guðni heilsar flugstjóranum, Tryggva Þór Hafstein. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert