Gæsluvarðhald ekki framlengt

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Þórður

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir skipverjunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur. Ekki var fallist á fjögurra vikna gæsluvarðhald.

RÚV greindi frá málinu.

Lögregla krafðist þess að mennirnir yrðu úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald en héraðsdómur úrskurðaði þá í tveggja vikna varðhald á föstudaginn. Úrsk­urður héraðsdóms um að skipverjarnir af grænlenska togaranum Polar Nanoq sættu tveggja vikna gæslu­v­arðhaldi var byggður á grun­semd­um um mann­dráp.

Lögregla kærði úrskurðinn um gæsluvarðhaldið til Hæstaréttar, sem staðfesti úrskurð héraðsdóms.

Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn í morgun.
Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert