Landvernd kærir í Mývatnssveit

Mývatn á fallegu kvöldi.
Mývatn á fallegu kvöldi. mbl.is/Golli

Landvernd hefur kært byggingarleyfi, fyrir byggingu bæði Hótels Laxár frá árinu 2013 og viðbyggingu við Sel-Hótel frá árinu 2014 við Mývatn, til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þetta kemur fram á Rúv.  

Bæði húsin eru tilbúin og starfsemi hafin í þeim báðum. Sömuleiðis er kært vegna þriggja starfsmannahúsa sem voru byggð við Hótel Laxá á síðasta ári.

Skólphreinsimál eru fyrirferðarmikil í báðum kærum. Landvernd segir að þriggja þrepa skólphreinsistöð sem er við Hótel Laxá hafi ekki hlotið umfjöllun hjá Skipulags- eða Umhverfisstofnun og því sé það óljóst hverju hún skili. Slík hreinsun er ekki við nýju starfsmannahúsin.

Í fréttinni er haft eftir lögfræðingi Skútustaðahrepps, að það sé ótrúverðugt að Landvernd hafi ekki verið kunnugt um byggingu og starfsemi Hótels Laxár síðastliðin þrjú og hálft ár. 

Deilt er um hótelbyggingar við Mývatn. Í október voru framkvæmdir stöðvaðar við bygg­ingu 90 her­bergja hót­els við Mý­vatn á veg­um Íslands­hót­ela að beiðni Um­hverf­is­stofn­un­ar.  

Frétt mbl.is: Fram­kvæmd­ir við hót­el stöðvaðar

Fjölmörg kærumál hafa verið undanfarið í Mývatnssveit vegna umhverfismála. Skemmst er þar að minnast fram­kvæmd­ar Landsnets við bygg­ingu Kröflu­línu 4 í landi Skútustaðahrepps.

Frétt mbl.is: Krefjast aðild­ar að máli Fjör­eggs og Land­vernd­ar gegn um­hverf­is­ráðherra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert