Polar Seafood gaf 1,6 milljónir

Frá leitinni að Birnu Brjánsdóttur.
Frá leitinni að Birnu Brjánsdóttur. mbl.is/Eggert

Slysavarnafélaginu Landsbjörg barst í dag styrkur að upphæð 1,6 milljónir króna, sem nemur 100.000 dönskum krónum, frá útgerðarfélaginu Polar Seafood sem meðal annars gerir út togarann Polar Nanoq.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Landsbjargar.

Þar segir að með styrknum hafi fyrirtækið viljað þakka sjálfboðaliðum í björgunarsveitum félagsins fyrir framlag sitt, þrautseigju og óeigingjarnt starf við leitina að Birnu Brjánsdóttur.

Í korti sem fylgi styrkveitingunni segir:

„To Landsbjörg, it‘s staff and volunteers. On behalf of Polar Seafood and our employees I wish to express our gratitude to you for your tireless effort in the past days. As a token of our appreciation, please acceept a contribution of 1,6 mill ISK, to your operations.“

Undir kortið ritar Jörgen Fossheim, útgerðarstjóri Polar Seafood.

„Við þökkum Jörgen Fossheim og Polar Seafood kærlega fyrir góða gjöf sem sannarlega kemur sér vel,“ segir á síðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert