Ráðherrar viðstaddir samstöðuviðburð

Fjölmargir lögðu leið sína að ræðismannskrif­stofu Íslands í Nuuk til …
Fjölmargir lögðu leið sína að ræðismannskrif­stofu Íslands í Nuuk til að minnast Birnu. Mynd/Aviâja Egede Lynge

Að minnsta kosti þrír ráðherrar grænlensku ríkisstjórnarinnar tóku þátt í samstöðuathöfn í Nuuk í gærkvöldi, sem haldin var í minningu Birnu Brjánsdóttur. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneyti utanríkismála var fjölmennt við athöfnina en þar kveiktu viðstaddir á kertum, lögðu blóm og sungu sálma.

Frétt mbl.is: Hundruð manna tendruðu kerti í Nuuk

Meðal viðstaddra voru Vittus Qujaukitsoq, ráðherra utanríkismála, iðnaðar-, atvinnu-, viðskipta- og orkumála, Mute Bourup Egade, ráðherra orkumála- og Martha Lund Olsen, ráðherra húsnæðis- og byggingarmála og innviða. Þá sagði forseti grænlenska þingsins nokkur orð við athöfnina.

Í samtali við mbl.is sagði fulltrúi utanríkisráðuneytisins líklegt að fleiri embættismenn hefðu tekið þátt í athöfninni en þar sem um einkaframtak hefði verið að ræða hefðu þeir verið í fylgd með fjölskyldu sinni eða vinum og ekki á staðnum í opinberum tilgangi.

Viðstaddir lögðu kerti og blóm í snjóinn.
Viðstaddir lögðu kerti og blóm í snjóinn. Mynd/Aviâja Egede Lynge
Afar kalt var í Nuuk í gærkvöldi.
Afar kalt var í Nuuk í gærkvöldi. Mynd/Aviâja Egede Lynge
Mynd/Aviâja Egede Lynge
Mynd/Aviâja Egede Lynge
Mynd/Aviâja Egede Lynge
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert