Ráðuneytum verður fjölgað

Innanríkisráðuneytið.
Innanríkisráðuneytið. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ákveðið hefur verið að fjölga ráðuneytum í ríkisstjórn Íslands, þannig að þau verði níu í stað átta eins og nú er. Það verður með þeim hætti að ráðuneyti innanríkismála verður skipt upp í tvö aðskilin ráðuneyti.

Þetta staðfestir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið. Mun hafa verið skýrt frá þessu á fundi með starfsmönnum innanríkisráðuneytisins undir lok síðustu viku.

Settur hefur verið upp starfshópur um framkvæmdina og segir Sigríður að sú vinna þurfi ekki að taka langan tíma. Fyrir liggur þó að hvort ráðuneyti verður með sinn ráðuneytisstjóra. „Markmiðið er fyrst og fremst að skerpa sýn á viðfangsefni málaflokkanna, hvors um sig,“ segir Sigríður, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert